Silence með margar útnefningar 22. febrúar 2013 20:00 Söngleikurinn Silence er tilnefndur til fimm La Drama Critics Circle-verðlauna við mikla ánægju Óskars Eiríkssonar hjá Theatermogul sem framleiddi söngleikinn. Hér er hann með systur sinni Signýju Eiríksdóttur. Fréttablaðið/Valli „Við höfum aldrei fengið eins og góða dóma fyrir nokkra sýningu. Ég hef verið spurður hvort við höfum nokkuð borgað fyrir þessa dóma, sem voru eins og sannkölluð ástarbréf frá fjölmiðlum,“ segir Óskar Eiríksson hjá framleiðslufyrirtækinu Theatermogul, sem á heiðurinn að grínsöngleiknum Silence. Söngleikurinn hefur vakið mikla athygli vestanhafs og hefur hlotið flestar útnefningar á leiklistarverðlaunahátíðinni LA Drama Critics Circle sem fer fram þann 18. mars næstkomandi. Söngleikurinn er grínleikrit byggt á sögunni um mannætuna Hannibal Lecter í Silence of the Lambs og hefur gengið fyrir fullu húsi í New York frá frumsýningu í júlí 2011. „Við erum tilnefnd til fimm verðlauna á þessari hátíð, meðal annars fyrir bestu uppfærslu, tónlist og leikstjórn. Þar erum við í hópi með flottum Broadway-sýningum á borð við War Horse og The Book of Mormon, sem eru þær söluhæstu á Broadway í dag og því er þetta mikill heiður.“ Óskar segir að þau séu nú í viðræðum úti um allan heim um uppsetningu á söngleiknum. Einnig er áhugi fyrir að kvikmynda söngleikinn, en Óskar segist taka þeim fregnum með stakri ró enda sé það best í þessum geira. „Áhuginn er allavega mikill. Þetta ævintýri er rétt að byrja. Það hefur kostað okkur mikinn tíma og fjárfestingu sem lítur nú út fyrir að vera að skila sér.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við höfum aldrei fengið eins og góða dóma fyrir nokkra sýningu. Ég hef verið spurður hvort við höfum nokkuð borgað fyrir þessa dóma, sem voru eins og sannkölluð ástarbréf frá fjölmiðlum,“ segir Óskar Eiríksson hjá framleiðslufyrirtækinu Theatermogul, sem á heiðurinn að grínsöngleiknum Silence. Söngleikurinn hefur vakið mikla athygli vestanhafs og hefur hlotið flestar útnefningar á leiklistarverðlaunahátíðinni LA Drama Critics Circle sem fer fram þann 18. mars næstkomandi. Söngleikurinn er grínleikrit byggt á sögunni um mannætuna Hannibal Lecter í Silence of the Lambs og hefur gengið fyrir fullu húsi í New York frá frumsýningu í júlí 2011. „Við erum tilnefnd til fimm verðlauna á þessari hátíð, meðal annars fyrir bestu uppfærslu, tónlist og leikstjórn. Þar erum við í hópi með flottum Broadway-sýningum á borð við War Horse og The Book of Mormon, sem eru þær söluhæstu á Broadway í dag og því er þetta mikill heiður.“ Óskar segir að þau séu nú í viðræðum úti um allan heim um uppsetningu á söngleiknum. Einnig er áhugi fyrir að kvikmynda söngleikinn, en Óskar segist taka þeim fregnum með stakri ró enda sé það best í þessum geira. „Áhuginn er allavega mikill. Þetta ævintýri er rétt að byrja. Það hefur kostað okkur mikinn tíma og fjárfestingu sem lítur nú út fyrir að vera að skila sér.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira