Tekur skólabækurnar með á æfingu Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 15:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Mynd/Vilhelm "Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira