Leitar að því sem brennur á samfélaginu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Eva Ísleifsdóttir rannsakar samfélagslegt minni í listgjörningi. Fréttablaðið/Stefán "Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com
Menning Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira