Tilbury tekur upp nýja plötu 18. febrúar 2013 08:00 Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury. Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury.
Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira