Prinsessur nútímans Erla Hlynsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 07:00 Mér fannst það ekki lítið jákvætt þegar dóttirin setti kórónu á strákabrúðu með orðunum: „Hann er prinsessa." Ég viðurkenni að ég er móðir sem hef haft óbeit á orðinu prinsessa þegar kemur að litlum stelpum. Prinsessur eru sætar og hjálparlausar og bíða eftir prinsinum til að bjarga sér. Dóttir mín sér þetta víst öðruvísi. Prinsessur eru fólk með kórónu. Hún er þriggja ára og nýbyrjuð að tala um prinsessur. Í fyrradag tilkynnti hún mér að hún væri með „prinsessuhár". Ég veit ekki alveg hvað hún átti við en hún var allavega með slegið hár þennan daginn, aldrei þessu vant. Kannski er það þannig sem hún sér prinsessur, með slegið hár en ekki í tagli eða tíkó eða fléttum til að halda hárinu frá andlitinu þegar þær eru að leika sér. Eða kannski var þetta bara svona almenn yfirlýsing um hvað hún væri með frábært hár, prinsessuhár. Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert hægt að banna barni að vilja líkjast prinsessu. Síðan virðast þessar prinsessur jú bara hafa það svolítið gaman, sem getur aldrei verið slæmt. Þegar við hugsum um prinsessurnar í kring um okkur þá eru nútímaprinsessur mun sjálfstæðari og duglegri en prinsessurnar hér áður fyrr sem jafnvel sváfu bara í heila öld. Ef við skoðum aðeins Disney-prinsessurnar þá voru bæði Þyrnirós og Mjallhvít helst duglegar við að sofa. Litla hafmeyjan gefur rödd sína til að fá tækifæri til að hitta sætan strák. Fríða fellur fyrir ofbeldishneigðu Dýrinu í þeirri trú að hún geti breytt því til betri vegar. Það er annar tónn í Disney-útgáfunni af Pocahontas. Enginn þarf að bjarga henni, hún bjargar sjálf manninum sem hún elskar. Pocahontas vill samt ekki eyða lífinu með honum því hún er með stærri plön. Tiana, nútímaprinsessa sem er froskur lengst af, lætur drauminn rætast og opnar eigið fyrirtæki. Síðan er það Mulan sem mótmælir kynjahlutverkum, bjargar nánast öllum í myndinni og stendur uppi sem þjóðhetja. Reyndar drýgir hún hetjudáðirnar dulbúin sem karlmaður, en það er ekki á allt kosið. Af öllum teiknimyndapersónunum erum við mæðgur hrifnastar af Dóru landkönnuði. Hún er klár, hún er hugrökk og forvitin. Hún er hjálpsöm en lætur ekki ganga yfir sig. Svo lítur hún líka bara út eins og venjuleg lítil stelpa. Ég held að prinsessur nútímans geti nefnilega verið akkúrat þannig. Nema bara með prinsessuhár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Mér fannst það ekki lítið jákvætt þegar dóttirin setti kórónu á strákabrúðu með orðunum: „Hann er prinsessa." Ég viðurkenni að ég er móðir sem hef haft óbeit á orðinu prinsessa þegar kemur að litlum stelpum. Prinsessur eru sætar og hjálparlausar og bíða eftir prinsinum til að bjarga sér. Dóttir mín sér þetta víst öðruvísi. Prinsessur eru fólk með kórónu. Hún er þriggja ára og nýbyrjuð að tala um prinsessur. Í fyrradag tilkynnti hún mér að hún væri með „prinsessuhár". Ég veit ekki alveg hvað hún átti við en hún var allavega með slegið hár þennan daginn, aldrei þessu vant. Kannski er það þannig sem hún sér prinsessur, með slegið hár en ekki í tagli eða tíkó eða fléttum til að halda hárinu frá andlitinu þegar þær eru að leika sér. Eða kannski var þetta bara svona almenn yfirlýsing um hvað hún væri með frábært hár, prinsessuhár. Ég geri mér grein fyrir að það er ekkert hægt að banna barni að vilja líkjast prinsessu. Síðan virðast þessar prinsessur jú bara hafa það svolítið gaman, sem getur aldrei verið slæmt. Þegar við hugsum um prinsessurnar í kring um okkur þá eru nútímaprinsessur mun sjálfstæðari og duglegri en prinsessurnar hér áður fyrr sem jafnvel sváfu bara í heila öld. Ef við skoðum aðeins Disney-prinsessurnar þá voru bæði Þyrnirós og Mjallhvít helst duglegar við að sofa. Litla hafmeyjan gefur rödd sína til að fá tækifæri til að hitta sætan strák. Fríða fellur fyrir ofbeldishneigðu Dýrinu í þeirri trú að hún geti breytt því til betri vegar. Það er annar tónn í Disney-útgáfunni af Pocahontas. Enginn þarf að bjarga henni, hún bjargar sjálf manninum sem hún elskar. Pocahontas vill samt ekki eyða lífinu með honum því hún er með stærri plön. Tiana, nútímaprinsessa sem er froskur lengst af, lætur drauminn rætast og opnar eigið fyrirtæki. Síðan er það Mulan sem mótmælir kynjahlutverkum, bjargar nánast öllum í myndinni og stendur uppi sem þjóðhetja. Reyndar drýgir hún hetjudáðirnar dulbúin sem karlmaður, en það er ekki á allt kosið. Af öllum teiknimyndapersónunum erum við mæðgur hrifnastar af Dóru landkönnuði. Hún er klár, hún er hugrökk og forvitin. Hún er hjálpsöm en lætur ekki ganga yfir sig. Svo lítur hún líka bara út eins og venjuleg lítil stelpa. Ég held að prinsessur nútímans geti nefnilega verið akkúrat þannig. Nema bara með prinsessuhár.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun