Vonar að bekkjarsystkinin séu stolt af sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Birta Huga- Selmudóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumannaleikhúsi í leikritinu Nóttin nærist á deginum í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“ Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira