Ari flýgur aftur til Svíþjóðar 8. febrúar 2013 06:00 gengur vel í svíþjóð Uppistand Ara Eldjárn hefur fallið vel í kramið hjá Svíunum.fréttablaðið/gva Sænski uppistandarinn Johan Glans hefur boðið Ara Eldjárn að hita upp fyrir sig á sex sýningum til viðbótar. Ari hefur þegar hitað upp fyrir Glans á átta sýningum og gekk það svo vel að nærveru hans var óskað á nýjan leik. Uppistandarinn flýgur út til Svíþjóðar í dag og verða sýningarnar haldnar um helgina fyrir framan tuttugu þúsund manns í handboltahöll í borginni Lundi. „Þeir eru alveg að kveikja á þessu,“ segir Ari, spurður út í viðtökur Svíanna við uppistandi hans. Grínið er samt ekki sniðið að Svíunum heldur er það alþjóðlegt með norrænu ívafi. Fyrir vikið verður Ari áfram fjarri góðu gamni frá uppistandssýningum Mið-Íslands í Þjóðleikhússkjallaranum. Þorsteinn Guðmundsson hleypur í skarðið fyrir hann eins og síðast. „Ég neyðist til að stíga til hliðar en Þorsteinn kemur í staðinn. Hann er orðinn staðgengillinn minn. Ég vonast til að geta leyst hann sjálfur af síðar,“ segir hann og hlær. Ari gaf út Humar-gríndisk fyrir jól og seldist hann upp. „Hann var nú ekki gefinn út í svakalega stóru upplagi, kannski þrjú hundruð eintökum. Hann var bara viku í sölu og ég hefði kannski getað selt meira ef ég hefði gefið hann út fyrr.“ - fb Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sænski uppistandarinn Johan Glans hefur boðið Ara Eldjárn að hita upp fyrir sig á sex sýningum til viðbótar. Ari hefur þegar hitað upp fyrir Glans á átta sýningum og gekk það svo vel að nærveru hans var óskað á nýjan leik. Uppistandarinn flýgur út til Svíþjóðar í dag og verða sýningarnar haldnar um helgina fyrir framan tuttugu þúsund manns í handboltahöll í borginni Lundi. „Þeir eru alveg að kveikja á þessu,“ segir Ari, spurður út í viðtökur Svíanna við uppistandi hans. Grínið er samt ekki sniðið að Svíunum heldur er það alþjóðlegt með norrænu ívafi. Fyrir vikið verður Ari áfram fjarri góðu gamni frá uppistandssýningum Mið-Íslands í Þjóðleikhússkjallaranum. Þorsteinn Guðmundsson hleypur í skarðið fyrir hann eins og síðast. „Ég neyðist til að stíga til hliðar en Þorsteinn kemur í staðinn. Hann er orðinn staðgengillinn minn. Ég vonast til að geta leyst hann sjálfur af síðar,“ segir hann og hlær. Ari gaf út Humar-gríndisk fyrir jól og seldist hann upp. „Hann var nú ekki gefinn út í svakalega stóru upplagi, kannski þrjú hundruð eintökum. Hann var bara viku í sölu og ég hefði kannski getað selt meira ef ég hefði gefið hann út fyrr.“ - fb
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira