Eurovision-stjörnur framleiddar á Dalvík Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hjartað slær á dalvík Dalvíkingar hafa séð landsmönnum fyrir fimm eurovision-þátttakendum hingað til og segir Matti þá enn eiga nóg inni. „Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður." Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður."
Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira