Þorri íslenskra rokkara á svið 4. febrúar 2013 06:00 Páll Rósinkranz er á meðal þeirra íslensku rokkara sem ætla að trylla lýðinn á Skonrokk tónleikunum í mars. „Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars. Skonrokktónleikarnir hafa verið haldnir einu sinni áður, í nóvember síðastliðnum, en eiga sér þó lengri sögu. „Birgir hélt fyrst álíka tónleika í Eyjum á Sjómannadaginn 2010. Þá voru þeir kallaðir Rokkað til heiðurs sjómönnum. Við tókum þá svo aftur á Sjómannadaginn síðasta sumar og ákváðum þá að fara með þetta lengra,“ segir Bjarni. Þorri íslenskra rokkara kemur fram á Skonrokk, en kjarninn hefur verið sá sami frá upphafi. Fara þar í forgrunni þeir Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Guðmundsson, Páll Rósinkranz og Biggi Haralds. „Svo má ekki gleyma hljómsveitinni sem er algjörlega geðveik líka,“ segir Bjarni. „Þessir strákar sem við eigum eru svo flottir að þeir eru á á heimsmælikvarða, svo einfalt er það,“ bætir hann við. Tekin verður tónlist úr ýmsum áttum og nefnir Bjarni sem dæmi lög frá AC/DC, Kiss, Journey, Whitesnake, Gary Moore og Jet Black Joe. Um er að ræða tvenna tónleika, í Silfurbergi Hörpu 22. mars og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 23. mars. Miðasala er hafin á þá báða, á síðum tónleikastaðanna og á midi.is. „Síðast troðfylltum við báða salina og ég vænti þess að þar verði endurtekning á núna,“ segir Bjarni Ólafur.Tyrkja-Gudda á Facebook. - trs Tónlist Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars. Skonrokktónleikarnir hafa verið haldnir einu sinni áður, í nóvember síðastliðnum, en eiga sér þó lengri sögu. „Birgir hélt fyrst álíka tónleika í Eyjum á Sjómannadaginn 2010. Þá voru þeir kallaðir Rokkað til heiðurs sjómönnum. Við tókum þá svo aftur á Sjómannadaginn síðasta sumar og ákváðum þá að fara með þetta lengra,“ segir Bjarni. Þorri íslenskra rokkara kemur fram á Skonrokk, en kjarninn hefur verið sá sami frá upphafi. Fara þar í forgrunni þeir Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pétur Guðmundsson, Páll Rósinkranz og Biggi Haralds. „Svo má ekki gleyma hljómsveitinni sem er algjörlega geðveik líka,“ segir Bjarni. „Þessir strákar sem við eigum eru svo flottir að þeir eru á á heimsmælikvarða, svo einfalt er það,“ bætir hann við. Tekin verður tónlist úr ýmsum áttum og nefnir Bjarni sem dæmi lög frá AC/DC, Kiss, Journey, Whitesnake, Gary Moore og Jet Black Joe. Um er að ræða tvenna tónleika, í Silfurbergi Hörpu 22. mars og í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 23. mars. Miðasala er hafin á þá báða, á síðum tónleikastaðanna og á midi.is. „Síðast troðfylltum við báða salina og ég vænti þess að þar verði endurtekning á núna,“ segir Bjarni Ólafur.Tyrkja-Gudda á Facebook. - trs
Tónlist Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira