Heilluð af fangelsum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 08:00 Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson fjalla um sköpun fanga í útvarpsþættinum Inni en Bárður R. Jónsson er gestur fyrsta þáttarins. fRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna." Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna."
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira