Seldi vínyl til að fjármagna plötuna Freyr Bjarnason skrifar 29. janúar 2013 06:00 Þórir seldi hluta af vínylsafninu sínu til að fjármagna nýja plötu.mynd/valli Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól. Aðspurður segir Þórir að vínylplöturnar hafi verið á milli 50 til 100 talsins og hann hafi selt þær áður en hann gerði útgáfusamning við Kimi Records, því til stóð að hann gæfi hana út sjálfur og til þess vantaði hann peninga. „Kimi talaði við mig þegar platan var tilbúin og ég var við það að gefa út. Þá voru þeir búnir að heyra hana og höfðu samband," segir Þórir. Hann á enn sex til sjö hundruð vínylplötur eftir í safninu sínu og segist því ekki hafa selt sínar helstu gersemar. „Þetta voru þrjú hundruð allt í allt sem ég tók til hliðar og bauð til sölu. Þetta voru góðar plötur en engir safngripir, þannig." Mælirðu með þessu fyrir aðra sem ætla að gefa út plötur? „Já, já, alveg eins og hvað annað. Menn verða að finna leiðir." Þórir hefur verið duglegur að spila erlendis í gegnum árin. Í nóvember fór hann í tveggja vikna ferð um Þýskaland sem gekk vel. Næsta haust fer hann svo aftur til Þýskalands en einnig til Frakklands, Sviss og Austurríkis. Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir Georg seldi hluta af vínylsafninu sínu til þess að fjármagna nýjustu plötu sína, I Will Die and You Will Die and It Will Be Alright, sem kom út fyrir jól. Aðspurður segir Þórir að vínylplöturnar hafi verið á milli 50 til 100 talsins og hann hafi selt þær áður en hann gerði útgáfusamning við Kimi Records, því til stóð að hann gæfi hana út sjálfur og til þess vantaði hann peninga. „Kimi talaði við mig þegar platan var tilbúin og ég var við það að gefa út. Þá voru þeir búnir að heyra hana og höfðu samband," segir Þórir. Hann á enn sex til sjö hundruð vínylplötur eftir í safninu sínu og segist því ekki hafa selt sínar helstu gersemar. „Þetta voru þrjú hundruð allt í allt sem ég tók til hliðar og bauð til sölu. Þetta voru góðar plötur en engir safngripir, þannig." Mælirðu með þessu fyrir aðra sem ætla að gefa út plötur? „Já, já, alveg eins og hvað annað. Menn verða að finna leiðir." Þórir hefur verið duglegur að spila erlendis í gegnum árin. Í nóvember fór hann í tveggja vikna ferð um Þýskaland sem gekk vel. Næsta haust fer hann svo aftur til Þýskalands en einnig til Frakklands, Sviss og Austurríkis.
Tónlist Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira