Band of Horses og Johnston til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 25. janúar 2013 07:00 Ben Bridwell og félagar í Band of Horses spila í Eldborg í Hörpu í sumar. Nordicphotos/Getty "Þetta verða frábærir tónleikar, ég hef enga trú á öðru," segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Bandaríska hljómsveitin Band of Horses spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu 11. júní. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi en hún nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Band of Horses kemur frá Seattle og spilar þjóðlagaskotið indírokk. Hún hefur gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta út í fyrra, Mirage Rock. Vinsælasta plata sveitarinnar er Infinite Arms frá 2010. Hún var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún komst á lista margra gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins. Þekktustu lög hljómsveitarinnar eru No One"s Gonna Love You, Is There A Ghost og The Funeral. Hljómsveitin var stofnuð 2004 og hefur verið dugleg við tónleikahald síðan þá. Tónleikarnir á Íslandi verða þeir fyrstu í Evróputúr þar sem þeir félagar spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum. "Í upphafi vildu þeir fá mun hærri upphæð en ég gat boðið þeim. Svo fékk ég tölvupóst um að þeir væru til í að koma til Íslands ef þeir fengju að koma deginum áður og vera í þrjár nætur í staðinn fyrir tvær, þannig að þeir fá einn frídag á Íslandi," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst 7. febrúar á Midi.is, Harpa.is og í síma 528-5050. Heiðrar minningu Bjössa Biogen og Sigga ÁrmannsDaniel Johnston spilar í Fríkirkjunni.Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum er einnig á leiðinni til Íslands í sumar. Hann spilar í Fríkirkjunni 3. júní. Hann spilar huggulega indítónlist með ljúfsárum textum og á marga aðdáendur hér á landi. Johnston hefur glímt við geðræn vandamál og er hálfgerður utangarðsmaður í tónlistarbransanum. Heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston, sem var gerð um hann árið 2005, vakti mikla athygli og vann til verðlauna á kvikmyndahátíðum. Í Fríkirkjunni stígur hann fyrst einn á svið með gítar eða píanó og eftir það spilar hann með hljómsveit. Svavar Knútur hitar upp. Tónleikahaldarinn Ágúst Már Garðarsson hefur unnið að því í tvö ár að fá Johnston til Íslands, eða síðan tveir vinir hans, tónlistarmennirnir Bjössi Biogen og Siggi Ármann, sem voru með geðsjúkdóma, létust með stuttu millibili. "Í jarðarför Bjössa í Fríkirkjunni ákvað ég að gera allt sem ég gæti til að fá þennan listamann til landsins til að heiðra minningu þeirra," segir Ágúst Már. "Mig langaði að flytja þennan mikla meistara inn og auka þar með enn á umtal um geðsjúkdóma og fræðslu til að útrýma fordómum og hræðslu." Ágúst Már kynntist tónlist Johnstons fyrir fimm árum, sá heimildarmyndina, og eftir það varð ekki aftur snúið. "Þessi mynd er einstök og ég heillaðist af þessari sögu um þennan utangarðsmann. Hann er ekki venjulegur maður og er þess vegna goðsagnakenndari fyrir vikið." Cobain vakti áhuga á JohnstonÁhugi á Daniel Johnston jókst mikið í byrjun tíunda áratugarins þegar Kurt Cobain úr Nirvana klæddist ítrekað bol með mynd af fyrstu plötu Johnstons, "Hi. How Are You?“. Það var tónlistarblaðamaðurinn Everett True sem gaf honum bolinn. Johnston dvaldi á geðsjúkrahúsi á þessum tíma en þrátt fyrir það fór hvert plötufyrirtækið á fætur öðru að bjóða honum samning. Hann neitaði margra platna samningi við Elektra Records vegna þess að Metallica var á mála hjá fyrirtækinu og taldi Johnston að rokksveitin væri haldin illum anda og myndi meiða hann. Kurt Cobain í bolnum góða. Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Þetta verða frábærir tónleikar, ég hef enga trú á öðru," segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Bandaríska hljómsveitin Band of Horses spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu 11. júní. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar á Íslandi en hún nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Band of Horses kemur frá Seattle og spilar þjóðlagaskotið indírokk. Hún hefur gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta út í fyrra, Mirage Rock. Vinsælasta plata sveitarinnar er Infinite Arms frá 2010. Hún var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, auk þess sem hún komst á lista margra gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins. Þekktustu lög hljómsveitarinnar eru No One"s Gonna Love You, Is There A Ghost og The Funeral. Hljómsveitin var stofnuð 2004 og hefur verið dugleg við tónleikahald síðan þá. Tónleikarnir á Íslandi verða þeir fyrstu í Evróputúr þar sem þeir félagar spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum. "Í upphafi vildu þeir fá mun hærri upphæð en ég gat boðið þeim. Svo fékk ég tölvupóst um að þeir væru til í að koma til Íslands ef þeir fengju að koma deginum áður og vera í þrjár nætur í staðinn fyrir tvær, þannig að þeir fá einn frídag á Íslandi," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst 7. febrúar á Midi.is, Harpa.is og í síma 528-5050. Heiðrar minningu Bjössa Biogen og Sigga ÁrmannsDaniel Johnston spilar í Fríkirkjunni.Daniel Johnston frá Texas í Bandaríkjunum er einnig á leiðinni til Íslands í sumar. Hann spilar í Fríkirkjunni 3. júní. Hann spilar huggulega indítónlist með ljúfsárum textum og á marga aðdáendur hér á landi. Johnston hefur glímt við geðræn vandamál og er hálfgerður utangarðsmaður í tónlistarbransanum. Heimildarmyndin The Devil and Daniel Johnston, sem var gerð um hann árið 2005, vakti mikla athygli og vann til verðlauna á kvikmyndahátíðum. Í Fríkirkjunni stígur hann fyrst einn á svið með gítar eða píanó og eftir það spilar hann með hljómsveit. Svavar Knútur hitar upp. Tónleikahaldarinn Ágúst Már Garðarsson hefur unnið að því í tvö ár að fá Johnston til Íslands, eða síðan tveir vinir hans, tónlistarmennirnir Bjössi Biogen og Siggi Ármann, sem voru með geðsjúkdóma, létust með stuttu millibili. "Í jarðarför Bjössa í Fríkirkjunni ákvað ég að gera allt sem ég gæti til að fá þennan listamann til landsins til að heiðra minningu þeirra," segir Ágúst Már. "Mig langaði að flytja þennan mikla meistara inn og auka þar með enn á umtal um geðsjúkdóma og fræðslu til að útrýma fordómum og hræðslu." Ágúst Már kynntist tónlist Johnstons fyrir fimm árum, sá heimildarmyndina, og eftir það varð ekki aftur snúið. "Þessi mynd er einstök og ég heillaðist af þessari sögu um þennan utangarðsmann. Hann er ekki venjulegur maður og er þess vegna goðsagnakenndari fyrir vikið." Cobain vakti áhuga á JohnstonÁhugi á Daniel Johnston jókst mikið í byrjun tíunda áratugarins þegar Kurt Cobain úr Nirvana klæddist ítrekað bol með mynd af fyrstu plötu Johnstons, "Hi. How Are You?“. Það var tónlistarblaðamaðurinn Everett True sem gaf honum bolinn. Johnston dvaldi á geðsjúkrahúsi á þessum tíma en þrátt fyrir það fór hvert plötufyrirtækið á fætur öðru að bjóða honum samning. Hann neitaði margra platna samningi við Elektra Records vegna þess að Metallica var á mála hjá fyrirtækinu og taldi Johnston að rokksveitin væri haldin illum anda og myndi meiða hann. Kurt Cobain í bolnum góða.
Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira