Áfram sviptingar í plötusölu Trausti Júlíusson skrifar 24. janúar 2013 11:00 HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi verður opin áfram. Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi. Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi.
Tónlist Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira