Gerðu hryllingskitlu í Haukadal Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kynningarkitla, eða „teaser", úr íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndinni Ruins hefur verið frumsýnd á síðunni Ruinsthemovie.com. Kitlan var tekin upp fyrr í janúar í Haukadal í Dalasýslu. Tuttugu manna hópur tók þátt í tökunum og hafði leikstjórinn Vilius Petrikas umsjón með þeim. „Útkoman er frábær. Það getur vel verið að við notum þennan „teaser" í myndinni sjálfri," segir Vilius. Söfnun vegna myndarinnar var í gangi á netinu eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra en hún gekk frekar illa. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og ákváðum að nota peninginn til að búa okkur til smá klippu svo við getum sýnt fram á að við getum gert myndina." Veðrið í Haukadalnum var prýðisgott og Vilius segir mikla lukku fylgja þessu verkefni. „Við kíktum á tökustaðinn viku fyrir tökur og veðrið var frábært. Við vorum stressuð yfir að missa af góða veðrinu en þegar við mættum var veðrið fullkomið. Daginn eftir að við kláruðum kom snjókoma og þá var allt á kafi." Magnús Ólafsson, Rúnar Freyr Gíslason, Vanessa Andrea Terrazas og Katla Rut Pétursdóttir fara með hlutverk í myndinni. Tökur hefjast í lok vors ef nægur peningur fæst í þær en fjárhagsáætlunin hljóðar upp á 32 milljónir. Stefnt er á frumsýningu Ruins í lok þessa árs eða á næsta ári.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira