Selja íslenskan raunveruleikaþátt úr landi 21. janúar 2013 14:00 Þátttakendur í þættinum Hannað fyrir Ísland sem sýndur var á stöð 2 fyrir einu ári. "Þetta er í fyrsta sinn sem við seljum íslenskt format að skemmtiefni á borð við þetta úr landi,"segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm, sem gekk nýlega frá sölu á raunveruleikaþáttunum Hannað fyrir Ísland til meðal annars Bretlands, Írlands og Norðurlandanna. Formatið, eða uppskriftin, sem Sagafilm selur er að fyrirmynd þáttana Hannað fyrir Ísland sem voru sýndir á Stöð 2 í byrjun árs 2012. Það er því ekki verið að selja sjálfa þættina heldur bara konseptið, Hannað fyrir..., sem Sagafilm á heiðurinn af ásamt fyrirtækið 66°Norður. "Þetta er í raun eins og þegar við kaupum raunveruleikaþættina Masterchef og X-Factor að utan. Þá þurfum við að fylgja öllum reglum um uppsetningu þáttanna. Nú sitjum við hinum megin við borðið og búum til reglurnar í kringum útfærslur á þáttunum," segir Kjartan en Sagafilm verður meðframleiðandi í bresku, írsku og sænsku útgáfunum. "Þar þjónum við stærra hlutverki en vanalega. Ég get samt ekkert sagt til um hvenær þættirnir fara í framleiðslu úti en það getur tekið nokkur ár." Sagafilm kynnti þættina fyrst fyrir helstu framleiðslufyrirtækjum á Norðurlöndunum á ráðstefnu í ágúst og í Frakklandi í október þar sem þeim var vel tekið. Kjartan segir uppskrift þáttanna heilla framleiðslufyrirtæki því þetta sé hönnunarþáttur fyrir venjulegt fólk. "Við höfum líka bent á að áhorfið hér heima var nokkuð jafnt milli kynjanna sem er óvanalegt fyrir svona lífsstílsþátt." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er í fyrsta sinn sem við seljum íslenskt format að skemmtiefni á borð við þetta úr landi,"segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm, sem gekk nýlega frá sölu á raunveruleikaþáttunum Hannað fyrir Ísland til meðal annars Bretlands, Írlands og Norðurlandanna. Formatið, eða uppskriftin, sem Sagafilm selur er að fyrirmynd þáttana Hannað fyrir Ísland sem voru sýndir á Stöð 2 í byrjun árs 2012. Það er því ekki verið að selja sjálfa þættina heldur bara konseptið, Hannað fyrir..., sem Sagafilm á heiðurinn af ásamt fyrirtækið 66°Norður. "Þetta er í raun eins og þegar við kaupum raunveruleikaþættina Masterchef og X-Factor að utan. Þá þurfum við að fylgja öllum reglum um uppsetningu þáttanna. Nú sitjum við hinum megin við borðið og búum til reglurnar í kringum útfærslur á þáttunum," segir Kjartan en Sagafilm verður meðframleiðandi í bresku, írsku og sænsku útgáfunum. "Þar þjónum við stærra hlutverki en vanalega. Ég get samt ekkert sagt til um hvenær þættirnir fara í framleiðslu úti en það getur tekið nokkur ár." Sagafilm kynnti þættina fyrst fyrir helstu framleiðslufyrirtækjum á Norðurlöndunum á ráðstefnu í ágúst og í Frakklandi í október þar sem þeim var vel tekið. Kjartan segir uppskrift þáttanna heilla framleiðslufyrirtæki því þetta sé hönnunarþáttur fyrir venjulegt fólk. "Við höfum líka bent á að áhorfið hér heima var nokkuð jafnt milli kynjanna sem er óvanalegt fyrir svona lífsstílsþátt."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira