Eftirlæti gagnrýnenda Freyr Bjarnason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10. Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandarísku indírokkararnir í Yo La Tengo gáfu á þriðjudaginn út sína þrettándu hljóðversplötu, Fade. Tríóið nýtur mikillar virðingar og hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en meginstraumsvinsældir hafa verið takmarkaðar, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og innhverf. Yo La Tengo var stofnuð í bænum Hoboken í New Jersey af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley árið 1984. Fyrsta platan leit dagsins ljós tveimur árum síðar og hét Ride the Tiger. Árið 1993 hóf Yo La Tengo samstarf sitt við útgáfuna Matador og segja má að boltinn hafi byrjað að rúlla fyrir alvöru með sjöttu plötunni, Painful, sem kom út sama ár. Það var sú fyrsta með núverandi bassaleikara, James McNew, um borð í öllum lögunum. Painful var einnig fyrsta platan með Roger Moutenot sem upptökustjóra og átti hann eftir að stjórna upptökum á næstu sex plötum sveitarinnar. Ein sú þekktasta, I can hear the heart beating as one, kom út 1997 við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðar meir náði hún í 25. sætið á lista vefsíðunnar Pitchfork yfir bestu plötur tíunda áratugarins. Yo La Tengo er þekkt fyrir að spila lög eftir aðra á tónleikum og á plötum sínum. Til að mynda tók hún Little Honda með Beach Boys á I can hear the heart beating as one og sömuleiðis lagið My little corner of the world, sem hljómaði í sjónvarpsþáttunum Gilmore Girls. Einnig kom hljómsveitin óvænt fram í kvikmyndinni I shot Andy Warhol sem New York-sveitin The Velvet Underground. Roger Moutenot er fjarri góðu gamni á Fade og í stað hans er sestur við takkaborðið John McEntire, liðsmaður síðrokkssveitarinnar Tortoise. Hann hefur áður tekið upp fyrir Bright Eyes, Stereolab og Teenage Fanclub. Platan þykir vera afturhvarf til I can hear the heart beating as one og And then nothing turned itself inside out, sem kom út 2000. Þar er góðum melódíum blandað saman við noise, shoegaze, strengja- og blásturshljóðfæri og alls kyns tilraunamennsku. Ekki kemur á óvart að Fade hefur fengið fyrirtaksdóma. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, The Independent gefur henni þrjár af fimm en Pitchfork splæsir á hana 8,1 af 10 í einkunn og vefsíðurnar Drowned in Sound og Clashmusic 8 af 10.
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira