2013 verður Bowie-ár Trausti Júlíusson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika. Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika.
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira