XL er saga alkóhólískrar þjóðar Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 15:00 Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“ Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvikmyndin XL verður frumsýnd í kvöld. Hún fjallar um örlagakafla í ævi þingmanns sem er skikkaður í vímuefnameðferð. Í aðalhlutverki er Ólafur Darri Ólafsson og leikstjóri er Marteinn Þórsson, sem leikstýrði Ólafi Darra einmitt líka í Roklandi. Með önnur helstu hlutverk fara María Birta Bjarnadóttir, Þorsteinn Bachmann, Helgi Björnsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Aðspurður segir Marteinn það hafa verið yndislegt að vinna með Ólafi Darra. "Við náum rosalega vel saman. Við erum báðir óþolandi smámunasamir og viljum báðir prófa að gera eitthvað nýtt og ögra okkur," segir leikstjórinn. "Við viljum búa til bíó sem okkur finnst spennandi og er kraftur í. Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Við erum inni í hausnum á honum [þingmanninum Leifi Sigurðarsyni] allan tímann. Það mun engum leiðast á þessari mynd." Stikla myndarinnar er sukksöm í meira lagi þar sem áfengi og kynlíf fá stóran sess. Marteinn segir XL vissulega ekki vera fyrir börn en að unglingar og fullorðnir eigi að geta notið hennar. "Það eru djarfar senur í henni. Það fylgir þessu. Maðurinn er svolítill hömluleysingi. Hann er ekki bara fíkill í áfengi, heldur kynlíf, mat, völd, peninga og bara allt. Hann er svolítið rómverskur," segir hann og hlær. "Hann er líka að glíma við skilnað, er með hjákonur og svo er ljótt í fortíð hans sem er rauði þráðurinn í einu aðalplottinu." Ólafur Darri og Elma Lísa Gunnarsdóttir komu að máli við Martein þegar þau léku í Roklandi um að þau vildu gera mynd um alkóhólista. Nokkru síðar gerðu þau saman stuttmyndina Prómill og í framhaldinu byrjaði Marteinn að skrifa handritið ásamt Guðmundi Óskarssyni, höfundi verðlaunaskáldsögunnar Bankster. "Þessi mynd er með stærri vísun. Hún er svolítið um íslenskt samfélag og hrun á siðferði. Hún er dæmisaga alkóhólískrar þjóðar. Leifur er svolítill samnefnari fyrir þetta feðraveldi, þá karla sem hafa verið við völd hér og eru hrokafullir, eiga peninga og er dálítið skítsama um fólkið í kringum sig." Tekin upp á aðeins nítján dögumMaría Birta og Ólafur Darri í hlutverkum sínum í XL.Upptökur á XL stóðu yfir í aðeins nítján daga í Reykjavík. Það er óvenju stuttur tími þegar um heila kvikmynd er að ræða. "Við vildum brjótast úr þessu hefðbundna ferli, þessu langa þróunarferli á bíómyndum. Með nýrri tækni er þetta mögulegt. Það er svo mikið sem verður til þegar maður gerir hlutina aðeins hraðar,“ segir Marteinn. "Meiri spenna, meiri æsingur, meiri gredda og allir eru meira á tánum. Það skilar sér alveg í myndinni. Þetta mætti alveg gera oftar. Við getum gert myndir sem eru flottar og "kúl“ og meira okkar, heldur en að apa eftir öðrum, hvort sem það eru Hollywood- eða evrópskar staðalmyndir.“
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira