Tökur á Vonarstræti í febrúar 15. janúar 2013 08:30 Tökur eru að hefjast á nýjustu mynd Baldvins Z, Vonarstræti. Theódór Júlíusson fer með hlutverk í henni. Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb Menning Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb
Menning Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira