Keppnismaður og gefst ekki upp 11. janúar 2013 10:30 Baltasar Kormákur ætlar ekki að svekkja sig á því að hafa ekki fengið Óskarstilnefningu. Nordicphotos/Getty Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Baltasar Kormákur segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að kvikmynd hans Djúpið var ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. "Það er svo margt annað gott í gangi þannig að ég er ekkert að svekkja mig á þessu. En auðvitað er maður keppnismaður og hefði viljað komast lengra," segir leikstjórinn. "Það gengur bara betur næst." Myndirnar fimm sem fengu tilnefningu sem besta erlenda myndin eru Amour frá Austurríki, norska myndin Kon-Tiki, No frá Chile, danska myndin A Royal Affair og War Witch frá Kanada. Djúpið var í flokki níu mynda sem áttu möguleika á tilnefningunum. "Það kemur á óvart að The Intouchables [frá Frakklandi] var ekki tilnefnd þannig að þetta er ófyrirséð. Ég þekki ekki allar þessar myndir þannig að það erfitt fyrir mig að hafa skoðun á þessu," segir Baltasar. Tilkynnt var um tilnefningarnar klukkan fimm um morguninn í Los Angeles, þar sem leikstjórinn er búsettur. Hann segist ekki hafa vakað eftir tilnefningunum heldur fékk hann símtal þar sem honum var greint frá úrslitunum. Spurður hvort hann taki þetta ekki bara næst segir hann: "Jú, maður gefst ekki upp." Níu myndir fengu tilnefningar sem besta myndin, eða Amour, Argo, Beasts of the Southern Wild, Django Unchained, Les Miserables, Lincoln, Life Of Pi, Silver Linings Playbook og Zero Dark Thirty.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira