Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Sara McMahon skrifar 10. janúar 2013 16:00 Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir Fréttablaðið/GVA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira