Oblivion (apríl)
Leikstjóri:Joseph Kosinski (Tron: Legacy)
Leikarar:Tom Cruise, Olga Kurylenko.
Íslendingar hljóta að bíða spenntir eftir þessari vísindaskáldsögumynd sem var tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Cruise leikur viðgerðarmann sem reynir að bjarga mannkyninu eftir að stríð hefur lagt jörðina í rúst.
Star Trek: Into Darkness (maí)
Leikstjóri:J.J. Abrams (Lost)
Leikarar:Chris Pine, Zachary Quinto.
Þetta er önnur myndin í þríleik um Star Trek-gengið. Fyrsta myndin kom út 2009 og fékk fínar viðtökur. Tekjur í miðasölunni námu hátt í 400 milljónum dollara en myndin sjálf kostaði um 150 milljónir.
Man Of Steel (júní)
Leikstjóri:Zach Snyder (300)
Leikarar:Henry Cavill, Amy Adams.
Framleiðandinn Warner ætlar að blása nýju lífi í skikkjuklædda ofurmennið í þessari mynd, sem verður sú sjötta í röðinni. Sú síðasta, Superman Returns, kom út 2006 og stóð ekki undir væntingum.
Raddir:John Goodman, Billy Crystal.
Þessi Pixar-teiknimynd gerist tíu árum á undan Monsters, Inc. sem kom út 2001 og sló rækilega í gegn. Sulley og Mike hittast í menntaskóla og ganga í sama bræðrafélagið. Fyrst eru þeir miklir óvinir en svo tekst með þeim vinátta.
Leikarar:Brad Pitt, Mireille Enos.
Spennumynd sem fjallar um Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóðanna, sem leitar leiða til að stöðva kolbrjálaða uppvakninga sem eru að leggja undir sig heiminn.
Leikarar:Armie Hammer, Johnny Depp.
Depp og Verbinski hafa áður starfað saman við Pirates Of The Caribbean-myndirnar vinsælu. The Lone Ranger er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um grímuklæddan löggæslumann (Hammer) og vin hans, indíánann Tonto (Depp).
Leikstjóri:Adam McKay (Step Brothers)
Leikarar:Will Ferrell, Christina Applegate.
Margir bíða spenntir eftir þessu framhaldi af gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem kom út 2004. Lítið hefur heyrst af söguþræðinum en ljóst er að fréttaþulurinn Ron Burgundy verður áfram aðalpersónan. The Hangover Part III (ágúst)

Leikarar:Bradley Cooper, Zach Galifianakis.
Þriðja og síðasta myndin í Hangover-seríunni vinsælu. Í þetta sinn verður Alan Garner (Galifianakis) í stærra hlutverki en áður eftir að faðir hans deyr. Núna er ferðinni heitið til Las Vegas eins og í fyrstu myndinni. The Hunger Games: Catching Fire (nóvember)

Leikarar:Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson.
Önnur myndin í þríleik byggðum á skáldsögum Suzanne Collins um Katniss Everdeen. Í þessari snýr hún heim eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana. Ekki er þó allt með kyrrum kjörum heima fyrir því bylting er í vændum. The Hobbit: The Desolation of Smaug (desember)

Önnur myndin í þríleiknum um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýri hans. Myndirnar gerast á undan Hringadróttinssögu og eru byggðar á samnefndri sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937.