Nýtt nám hjá LHÍ í samstarfi við atvinnuleikhúsin í Reykjavík HÞT skrifar 3. janúar 2013 08:00 „Þessi námsleið leysir gamla Nemendaleikhúsið af hólmi," segir Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti Leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands. Hún á við nýja námsbraut skólans sem er diplómanám á meistarastigi í leiktúlkun. Námið er eins árs starfsnám og er starfrækt í samstarfi við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið svo að nemandinn gengur inn í leikhóp hússins. „Leikaranám skólans var áður fjögurra ára nám en er nú orðið að þriggja ára bakkalárnámi," segir Steinunn. Á fjórða ári námsins var starfrækt svokallað Nemendaleikhús. „Með því rákum við okkar eigið leikhús. Nú sækjum við þá þjónustu til atvinnuleikhúsanna. Þetta er starfsnám með akademískum stuðningi," segir hún en nemarnir njóta leiðsagnar kennara í leiktúlkun, rannsóknaraðferðum og tækni. Á námstímanum fá þeir greidd byrjunarlaun samkvæmt samningum Félags leikara. Haustið 2014 mun Listaháskólinn einnig hefja meistaranám í sviðslistum. Inntökuskilyrði nýju námsbrautarinnar er að hafa klárað bakkalársgráðu í leiklist óháð því hvort leikarar hafi numið erlendis eða hér á landi. Umsóknarfrestur er til 21. janúar og er mikill áhugi fyrir náminu. „Já, enda er þetta algjörlega nýtt af nálinni." Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Listaháskólans. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þessi námsleið leysir gamla Nemendaleikhúsið af hólmi," segir Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti Leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands. Hún á við nýja námsbraut skólans sem er diplómanám á meistarastigi í leiktúlkun. Námið er eins árs starfsnám og er starfrækt í samstarfi við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið svo að nemandinn gengur inn í leikhóp hússins. „Leikaranám skólans var áður fjögurra ára nám en er nú orðið að þriggja ára bakkalárnámi," segir Steinunn. Á fjórða ári námsins var starfrækt svokallað Nemendaleikhús. „Með því rákum við okkar eigið leikhús. Nú sækjum við þá þjónustu til atvinnuleikhúsanna. Þetta er starfsnám með akademískum stuðningi," segir hún en nemarnir njóta leiðsagnar kennara í leiktúlkun, rannsóknaraðferðum og tækni. Á námstímanum fá þeir greidd byrjunarlaun samkvæmt samningum Félags leikara. Haustið 2014 mun Listaháskólinn einnig hefja meistaranám í sviðslistum. Inntökuskilyrði nýju námsbrautarinnar er að hafa klárað bakkalársgráðu í leiklist óháð því hvort leikarar hafi numið erlendis eða hér á landi. Umsóknarfrestur er til 21. janúar og er mikill áhugi fyrir náminu. „Já, enda er þetta algjörlega nýtt af nálinni." Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Listaháskólans.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira