Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 10:19 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira