Í nýlegri grein í New York Times gaf forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, upp hvaða sjónvarpsþætti hann horfir á til þess að slaka á eftir erfiðan dag. Það kemur kannski ekki á óvart að þættirnir sem eru honum að skapi eru þeir sem hafa hlotið hvað mesta athygli á árinu sem er að líða.
Þáttaraðir á borð við House of Cards og Homeland voru á lista, ásamt Breaking Bad og Game of Thrones eru í uppáhaldi hjá Obama.
Obama er hægt og rólega að komast í gegnum Breaking Bad og „minnir þá í kringum sig reglulega á að gefa ekkert upp um innihald þáttanna.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama talar um sjónvarpsþætti. Hann hefur áður talað um að hann sé mikill aðdáandi þáttanna Homeland og Mad Men, ásamt meira léttmeti á borð við Modern Family og Parks and Recreation, sem hann horfir á með fjölskyldunni.
Obama sagðist elska House of Cards svo mikið að framkvæmdastjóri Netflix, Reed Hastings, bauð honum aukahlutverk í annarri seríu.
Obama hefur góðan smekk á sjónvarpsefni
