Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2013 16:00 „Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira