Formúla 1

Þetta eru fáranlegar breytingar

Vettel brosir ekki af nýjustu breytingunum í Formúlunni.
Vettel brosir ekki af nýjustu breytingunum í Formúlunni.
Í gær var tilkynnt um breytingar í Formúlu 1. Stærsta breytingin er sú að tvöföld stig verða gefin í lokakeppni ársins í von um að gera keppnina um heimsmeistaratitilinn meira spennandi.

Heimsmeistarinn síðustu fjögur ár, Sebastian Vettel, er alls ekki hrifinn af þessari breytingu sem hann kallar fáranlega.

"Þetta er fáranlegt og refsar þeim sem hafa lagt hart að sér allt tímabilið. Fólk getur væntanlega ekki ímyndað sér að í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu yrðu gefin tvöföld stig í lokaumferðinni," sagði Þjóðverjinn Vettel.

"Ég ber virðingu fyrir hefðum Formúlu 1 og ég bara skil ekki þessa reglu. Ökumönnum, áhorfendum og sérfræðingum er brugðið og þeim líst ekkert á þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×