Bon Jovi með tekjuhæstu tónleikaferðina 16. desember 2013 10:09 Lengi lifir í gömlu glæðunum hjá Bon Jovi. MYND/EPA Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bandaríska rokksveitin Bon Jovi var sú hljómsveit sem halaði inn mestum tekjum af tónleikum á árinu sem nú er að líða. Tímaritið Billboard, biblía tónlistariðnaðarins, tekur árlega saman lista yfir þær tónleikaferðir sem raka saman flestum aurunum það árið og í ár eru það rokkararnir frá New Jersey sem tróna á toppnum. Hljómsveitin spilaði fyrir rúmlega tvær milljónir manna á árinu á níutíu tónleikum víðsvegar um heiminn. Uppselt var á alla tónleikana og nam veltan rúmum tvöhundruð milljónum dollara. Í öðru sæti á listanum er Cirque du Solei, með sýningu sem tileinkuð var tónlist Michaels Jackson. Þar á eftir kemur síðan tónleikaferðalag bandarísku stjörnunnar Pink. Öldungarnir í Rolling Stones er sú breska sveit sem bestum árangri náði, en þeir verma sjötta sætið á listanum þrátt fyrir að hafa aðeins spilað á tuttugu og þremur tónleikum þetta árið. Rétt á undan Stones kom síðan annar rokkari frá New Jersey, Bruce Springsteen, sem átti gott ár og halaði inn tæpum 150 milljónum dollara.Þetta er í þriðja sinn sem Bon Jovi verma toppsæti listans, það tókst þeim einnig árin 2008 og 2010.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira