Tíu matartrend ársins 2013 16. desember 2013 20:00 Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst." Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst."
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira