Báðir eiga þeir félagar það sameiginlegt að vera á mikilli uppleið eftir erfiða mánuði framan af árinu 2013. Nike nýtti tækifærið og skellti þessari skemmtilegu auglýsingu í loftið.
Rory McIlroy og Wayne Rooney keppa á móti hvorum öðrum í auglýsingunni en á meðan McIlroy notar hina hefðbundnu kylfu og golfkúlu fær Rooney að spreyta sig með Nike-fótbolta í þessari sérstöku keppni tveggja af frægustu íþróttamönnum Bretlands.
Það er hægt að sjá þessa auglýsingu hér fyrir neðan en hún heitir "Straight Down the Middle" en þar má sjá hvernig brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo blandar sér í keppnina.