Frumkvöðlar í góðum málum Elín Albertsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:47 Lóa Pind er að fara í gang með nýjan þátt um frumkvöðla á Stöð 2. Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. Matur Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum.
Matur Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Sjá meira