David Moyes, stjóri Manchester United, hefur staðfest að þeir Robin van Persie og Nemanja Vidic munu báðir missa af leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Vidic æfði með liðinu í dag en fór ekki með liðinu til Þýskalands, þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. Van Persie er að glíma við meiðsli í nára.
„Þeir eru báðir meiddir. Þetta eru ekki langtímameiðsli en þeir eru ekki tilbúnir enn,“ sagði Moyes í dag.
Phil Jones fór þó með til Þýskalands en hann missti af 2-2 jafnteflinu gegn Cardiff um helgina vegna nárameiðsla. Michael Carrick er þó frá og þá mun Marouane Fellaini taka út leikbann.
United getur með jafntefli í Þýskalandi tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Van Persie og Vidic ekki með
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
