Porsche Macan 400 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 10:45 Porsche Macan er líkur stóra bróður sínum, Cayenne. Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent
Fyrsti jepplingur Porsche, sem fengið hefur nafnið Macan, verður kynntur í næsta mánuði í Los Angeles. Ekki hafa nákvæmar upplýsingar fengist um bílinn fram að þessu, en nú er orðið ljóst hvaða vélbúnaður verði í boði í honum. Valið stendur á milli tveggja bensínvéla og einnar dísilvélar. Öflugri bensínvélin er 400 hestöfl, með 3,6 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Þannig búinn heitir hann Porsche Macan Turbo. Það þýðir reyndar ekki að aflminni bensínvélin sé ekki forþjöppudrifin líka, en þar er bara ein forþjappa og hestöflin 340. Með öflugri vélinni er bíllinn ekki nema 4,8 sekúndur í hundrað km hraða. Dísilvélin er 3,0 lítra, skilar 258 hestöflum og 580 Nm togi. Porsche Macan verður kynntur á bílasýningunni LA Auto Show í Los Angeles í næsta mánuði. Lægsta verð á Porsche Macan í Bandaríkjunum verður 52.000 dollarar, eða um 6,3 milljónir króna.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent