Fimmtungur myndi hætta að keyra Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 13:15 Sjálfkeyrandi Nissan Leaf Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent