Tata græðir á Jaguar/Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 11:45 Range Rover selst eins og heitar lummur. Það var greinilega gæfuspor fyrir indverska fyrirtækið Tata að kaupa Jaguar/Land Rover af Ford árið 2008, því fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri á bresku fyrirtækjunum síðan. Ársfjórðungsuppgjör Tata fyrir einungis annan fjórðung skilaði 69 milljarða króna hagnaði og hagnaður Jaguar/Land Rover skilaði öllum þeim hagnaði, því tap var á bílasmíði Tata í Indlandi. Í síðasta heila ársuppgjöri Tata, sem endaði í mars í ár, var 88% hagnaðar Tata frá Jaguar/Land Rover kominn. Rekstur bílasmiðsins Tata í heimalandinu hefur þjáðst undanfarið af háum vöxtum, háu eldsneytisverði og því að hagvöxtur í Indlandi hefur ekki verið svo lágur sem nú í 10 ár. Mikil eftirspurn er eftir XF, XJ og nýjum F-Type bílum Jaguar og ekki er hún minni eftir Range Rover, nýjum Range Rover Sport og Evoque. Sala Land Rover jókst um 21 milli ára og seldust alls 102.644 bílar á öðrum ársfjórðungi. Vöxtur Jaguar var þó enn meiri, eða 57% og seldust 20.024 á sama tíma. Gríðarlega sala er á Jaguar og Range Rover bílum í Kína og hafa Tata menn brugðist við því með að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju þar, þá fyrstu utan Bretlands. Kína er á góðri leið með að slá út Bandaríkin sem stærsti kaupandi lúxusbíla í heiminum en búist er við því að það muni gerast í enda þessa áratugar. Tata áformar einnig að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju í Brasilíu. Tata Nano er bæði talsvert minni og óvinsælli en Range Rover. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Það var greinilega gæfuspor fyrir indverska fyrirtækið Tata að kaupa Jaguar/Land Rover af Ford árið 2008, því fyrirtækið hefur grætt á tá og fingri á bresku fyrirtækjunum síðan. Ársfjórðungsuppgjör Tata fyrir einungis annan fjórðung skilaði 69 milljarða króna hagnaði og hagnaður Jaguar/Land Rover skilaði öllum þeim hagnaði, því tap var á bílasmíði Tata í Indlandi. Í síðasta heila ársuppgjöri Tata, sem endaði í mars í ár, var 88% hagnaðar Tata frá Jaguar/Land Rover kominn. Rekstur bílasmiðsins Tata í heimalandinu hefur þjáðst undanfarið af háum vöxtum, háu eldsneytisverði og því að hagvöxtur í Indlandi hefur ekki verið svo lágur sem nú í 10 ár. Mikil eftirspurn er eftir XF, XJ og nýjum F-Type bílum Jaguar og ekki er hún minni eftir Range Rover, nýjum Range Rover Sport og Evoque. Sala Land Rover jókst um 21 milli ára og seldust alls 102.644 bílar á öðrum ársfjórðungi. Vöxtur Jaguar var þó enn meiri, eða 57% og seldust 20.024 á sama tíma. Gríðarlega sala er á Jaguar og Range Rover bílum í Kína og hafa Tata menn brugðist við því með að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju þar, þá fyrstu utan Bretlands. Kína er á góðri leið með að slá út Bandaríkin sem stærsti kaupandi lúxusbíla í heiminum en búist er við því að það muni gerast í enda þessa áratugar. Tata áformar einnig að reisa Jaguar/Land Rover verksmiðju í Brasilíu. Tata Nano er bæði talsvert minni og óvinsælli en Range Rover.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent