ABBA mögulega saman á ný Boði Logason skrifar 12. nóvember 2013 13:37 Sko, en þau glæsileg. Hjónin Agnetha Faltskog og Björn Ulvaeus og Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad á meðan allt lék í lyndi. Svo gæti farið að sænska hljómsveitin ABBA komi saman á nýjan leik á næsta ári en þá eru 40 ár liðin frá því að sveitin steig fram á sjónarsviðið í Eurovision. Hingað til hefur endurkoma sveitarinnar strandað á söngkonunni Agnöthu Faltskog sem hefur ekki viljað koma saman. En nú er komið annað hljóð í hana, ef marka má viðtal sem þýska blaðið Welt am Sonntag tók við hana á dögunum. „Auðvitað er það eitthvað sem við erum að hugsa um,“ segir hún um mögulega endurkomu sveitarinnar. „Það er á dagskránni að halda upp á afmælið, en hvernig við ætlum að gera það get ég ekki sagt til um.“ Hljómsveitin ABBA hóf göngu sína árið 1972 en í henni voru þau Agnetha og Björn Ulvaeus, sem síðar giftust, og Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad, sem giftu sig líka. Hljómsveitin vann svo Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo sem er löngu orðið heimsfrægt - eins og nánast öll lög ABBA.Hér fyrir neðan má heyra flutning ABBA í Eurovision árið 1974. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Svo gæti farið að sænska hljómsveitin ABBA komi saman á nýjan leik á næsta ári en þá eru 40 ár liðin frá því að sveitin steig fram á sjónarsviðið í Eurovision. Hingað til hefur endurkoma sveitarinnar strandað á söngkonunni Agnöthu Faltskog sem hefur ekki viljað koma saman. En nú er komið annað hljóð í hana, ef marka má viðtal sem þýska blaðið Welt am Sonntag tók við hana á dögunum. „Auðvitað er það eitthvað sem við erum að hugsa um,“ segir hún um mögulega endurkomu sveitarinnar. „Það er á dagskránni að halda upp á afmælið, en hvernig við ætlum að gera það get ég ekki sagt til um.“ Hljómsveitin ABBA hóf göngu sína árið 1972 en í henni voru þau Agnetha og Björn Ulvaeus, sem síðar giftust, og Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad, sem giftu sig líka. Hljómsveitin vann svo Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo sem er löngu orðið heimsfrægt - eins og nánast öll lög ABBA.Hér fyrir neðan má heyra flutning ABBA í Eurovision árið 1974.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira