Formúla 1

Formúla fyrir rafbíla handan við hornið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Formúlu E bíll.
Formúlu E bíll. Mynd/Samsett
Stuðningsaðilar ökukeppni hraðskreiðra rafbíla, í gegnum miðbæi stórborga um heim allan, telja keppnina geta styrkt stöðu rafbíla á bifreiðamarkaðnum. Reuters fjallar um málið.

Formúla E, sem hefur fengið grænt ljós frá Alþjóðaaksturssambandinu FIA, stefnir á að halda sína fyrstu keppni í Peking haustið 2014. Meðal samstarfsaðila sem komnir eru um borð eru bílaframleiðandinn Renault og hjólbarðaframleiðandinn Michelin.

Alejandro Agag, framkvæmdastjóri Formúlu E, segir að tilhugsunin um rafbíla á tæplega 200 kílómetra hraða í gegnum hjörtu stórborga á borð við Miami, London og Los Angeles ætti að bæta ímynd rafbíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×