Fótbolti

Aron Einar: Þetta eru strákar með hjartað á réttum stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson fór fyrir baráttuglöðu liði Íslands í markalausu jafntefli á móti Króatíu á Laugardalsvellinum í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu næsta sumar.

„Þetta var erfiður leikur en samvinnan í liðinu var gífurleg og þetta kallar maður að vinna fyrir hvern annan. Það er æðisleg að vera partur af þessu," sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í beinni útsendingu Sjónvarpsins frá leiknum.

„Strákarnir voru að vinna fyrir hvern annan og hlaupa í svæði sem hinn félaginn var búinn að skilja eftir. Þetta var topp frammistaða og áhorfendurnir voru með hundrað prósent stuðning allan leikinn," sagði Aron Einar.

„Við lögðum upp með að halda núllinu á heimavelli og það var ennþá sætara eftir að hafa misst Óla af velli. Leikmaðurinn var kominn einn í gegn og Óli gerir það eina í stöðunni sem hann gat. Hann bjargaði okkur eftir á hyggja," sagði Aron Einar.

„Þetta var erfitt en við eigum enn góðan möguleika. Við gerðum bara vel og þetta eru strákar með hjartað á réttum stað," sagði Aron um félaga sína í íslenska landsliðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×