Lífið

Angelina Jolie minnist móður sinnar í ræðu

AFP/NordicPhotos
Óskarsverðlaunahafinn og leikkonan Angelina Jolie hlaut sérstök heiðurs-Óskarsverðlaun á laugardaginn síðastliðinn. Verðlaunin heita Jean Hersholt Humanitarian Award.

Verðlaunin eru veitt þeim stjörnum sem hafa látið að sér kveða svo um munar í góðgerðarmálum. Áður hafa Oprah Winfrey, Jerry Lewis, Paul Newman, Audrey Hepburn og Elizabeth Taylor hlotið sömu verðlaun. 

Þakkarræða Angelinu Jolie fylgir fréttinni, en hún hitti marga beint í hjartastað. Angelina er mjög einlæg og talar meðal annars til fjölskyldu sinnar, Brad Pitt og sonsins, Maddox, sem sátu í áhorfendasalnum. Hún talar einnig um móður sína og aðra áhrifavalda í lífi sínu.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.