Aukið samstarf Tesla og Daimler Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 09:15 Tesla og Daimler handsala samstarfið árið 2009. Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent
Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent