Vonast til að feta í fótspor Of Monsters and Men Bjarki Ármannsson skrifar 1. nóvember 2013 15:00 Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira