Vala Matt: Skötuselur með beikoni 1. nóvember 2013 17:45 Sjöundi þáttur Sælkeraferðarinnar með Völu Matt var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar heimsótti Vala Drangsnes og lærði að steikja skötusel vafinn í beikon og með rjómasósu. „Hann tók þrjár mínútur að elda og var geggjaður með glænýjum kartöflum. Hvert sem ég fer í þáttunum er lygilegt að fá spriklandi fisk upp á diskinn og finna hjarta landsins slá í gegnum fiskinn, lambið og lífrænt ræktaða grænmetið, sem er engu öðru líkt,“ segir Vala. Skötuselur með beikoni Aðferð: Skerið skötuselinn í lengjur, um það bil 2 sentimetra breiðar og 10 sentimetra langar. Hver lengja af skötusel er síðan vafin inn í eina þunna sneið af beikoni. Örlítil olía er sett á pönnuna og bitarnir steiktir í aðeins tvær til þrjár mínútur eða þangað til beikonið er aðeins orðið brúnað og snúið við á meðan þannig að þær steikist jafnt. Að lokum er rjóma hellt yfir fiskbitana og pannan hrist örlítið til þess að rjómasósan fái bragð frá fiskinum og beikonsneiðunum. Borið fram með nýjum kartöflum og salati ef vill. Sigin grásleppa Grásleppan er skorin í parta eða klippt. Sett í sjóðandi vatn og soðin í 5 mínútur. Borin fram með karföflum og smjöri. Vala MattFréttablaðið/Stefán Karlsson Sjávarréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Sjöundi þáttur Sælkeraferðarinnar með Völu Matt var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar heimsótti Vala Drangsnes og lærði að steikja skötusel vafinn í beikon og með rjómasósu. „Hann tók þrjár mínútur að elda og var geggjaður með glænýjum kartöflum. Hvert sem ég fer í þáttunum er lygilegt að fá spriklandi fisk upp á diskinn og finna hjarta landsins slá í gegnum fiskinn, lambið og lífrænt ræktaða grænmetið, sem er engu öðru líkt,“ segir Vala. Skötuselur með beikoni Aðferð: Skerið skötuselinn í lengjur, um það bil 2 sentimetra breiðar og 10 sentimetra langar. Hver lengja af skötusel er síðan vafin inn í eina þunna sneið af beikoni. Örlítil olía er sett á pönnuna og bitarnir steiktir í aðeins tvær til þrjár mínútur eða þangað til beikonið er aðeins orðið brúnað og snúið við á meðan þannig að þær steikist jafnt. Að lokum er rjóma hellt yfir fiskbitana og pannan hrist örlítið til þess að rjómasósan fái bragð frá fiskinum og beikonsneiðunum. Borið fram með nýjum kartöflum og salati ef vill. Sigin grásleppa Grásleppan er skorin í parta eða klippt. Sett í sjóðandi vatn og soðin í 5 mínútur. Borin fram með karföflum og smjöri. Vala MattFréttablaðið/Stefán Karlsson
Sjávarréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira