Vettel vann sjöunda kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 15:02 Sebastian Vettel í sérflokki. Mynd/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94 Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira