Dolly Parton kemur Miley til varnar 4. nóvember 2013 18:00 Kántrísöngkonan Dolly Parton kemur ungstirninu Miley Cyrus til varnar í viðtali við London Evening Standard en Dolly er guðmóðir stjörnunnar umdeildu. „Ég hef elskað hana í gegnum tíðina og fylgst með henni vaxa úr grasi. Ég veit hve gáfuð hún er og hæfileikarík. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað hún er frábær söngkona og lagahöfundur. Hún er bara að reyna að finna sína hillu,“ segir Dolly.Stöllurnar á setti þáttarins Hannah Montana.Miley hefur verið afar umdeild síðustu mánuði, sérstaklega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið Wrecking Ball og frammistöðu sína á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þar sem hún dillaði sér á ögrandi hátt við tónlistarmanninn Robin Thicke. Dolly hefur engar áhyggjur af Miley og mun alltaf vera til staðar fyrir hana.Myndbandið Wrecking Ball hefur vakið athygli.„Það er ekki auðvelt að vera ungur. Maður þarf nánast að fórna sálu sinni til að koma einhverju í verk. Ég mun veita henni ráð ef hún þarf og við höfum talað saman nokkrum sinnum um feril hennar,“ bætir Dolly við.Miley gerði allt vitlaust á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni.Lífið á Facebook. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kántrísöngkonan Dolly Parton kemur ungstirninu Miley Cyrus til varnar í viðtali við London Evening Standard en Dolly er guðmóðir stjörnunnar umdeildu. „Ég hef elskað hana í gegnum tíðina og fylgst með henni vaxa úr grasi. Ég veit hve gáfuð hún er og hæfileikarík. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað hún er frábær söngkona og lagahöfundur. Hún er bara að reyna að finna sína hillu,“ segir Dolly.Stöllurnar á setti þáttarins Hannah Montana.Miley hefur verið afar umdeild síðustu mánuði, sérstaklega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið Wrecking Ball og frammistöðu sína á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni þar sem hún dillaði sér á ögrandi hátt við tónlistarmanninn Robin Thicke. Dolly hefur engar áhyggjur af Miley og mun alltaf vera til staðar fyrir hana.Myndbandið Wrecking Ball hefur vakið athygli.„Það er ekki auðvelt að vera ungur. Maður þarf nánast að fórna sálu sinni til að koma einhverju í verk. Ég mun veita henni ráð ef hún þarf og við höfum talað saman nokkrum sinnum um feril hennar,“ bætir Dolly við.Miley gerði allt vitlaust á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni.Lífið á Facebook.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira