Ríkissjóður BNA tapar 1.170 milljörðum á yfirtöku GM Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 08:45 Höfuðstöðvar General Motors. Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent