Stendur undir lofinu Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 10:15 Hófsamar en laglegar línur leika um 5-línuna. Reynsluakstur - BMW 525 xDrive BMW 5-línan hefur verið í framleiðslu í 41 ár og hefur selst í 6,6 milljónum eintaka. Fimm-línan er næstsöluhæst hjá BMW, á eftir 3-línunni, en framleiðsla hans skilar engu að síður um 50% hagnaðar allra seldra bíla BMW. Núverandi 5-lína er af sjöttu kynslóð en hún kom fyrst á markað árið 2011. Einhvernveginn hefur þessi bíll, sama af hvaða kynslóð, verið einstaklega fallegur og á það sannarlega einnig við nú. Hann er líka af svo réttri stærð og hentar mörgum, frá barnmörgum fjölskyldum til forstjóra. Það á ekki alveg eins vel við BMW 3, sem er eiginlega of smár sem góður ferðabíll og með of skert farþegarými, né BMW 7, sem er hreinræktuð limósína af ríflegri stærðinni. Það er því ekki nema von að þessi bíll seljist eins og heitar lummur um allan heim og sé sá söluhæsti í sínum stærðarflokki lúxusbíla á flestum markaðssvæðum.Uppáhaldið í heimalandinuSá bíll sem nú er í boði er af 2014 árgerð sem hefur fengið örlitla andlitslyftingu, sem ekki hefur þó haft afgerandi áhrif á útlit bílsins. Framendinn hefur breyst hvað mest og þá helst kringum þokuljósin sem umlukin eru nú krómi. Framluktirnar hafa einnig breyst lítillega og útblástursrörin. Bíllinn hefur fengið nettari afturljós sem í sjón gerir hann breiðari og voldugri að aftan. Breytingarnar að innan eru ennþá minni og vart hægt að greina muninn milli kynslóða. Það er ekkert skrítið að BMW 5-línan sé vinsæll bíll, því fyrir utan fallegt útlit hans er hann einstaklega góður akstursbíll. Hann stendur oftast uppi sem sigurvegari í samanburðarprófunum í sínum stærðarflokki og hann hefur verið valinn „Uppáhaldsbíll þjóðverja“ í heimalandi sínu. Þessar staðreyndir segja nær alla söguna, en BMW 5 hefur ávallt verið meðal allra bestu akstursbíla og það sannaðist í reynsluakstrinum.Einstakir aksturseiginleikarAksturseiginleikar þessa bíls verða seint lofaðir um of og akstur þessa bíls er hægt að líkja við að svífa um á silkiskýi. Svo mikið er hægt að leggja á hann við akstur að seint verður farið að mörkum geta hans og mikla dirfsku þarf til þess. Hann svínliggur svo í beygjum að leit er að öðru eins. Samt er þetta vel stór fjölskyldubíll sem ekki er dónalegt að bjóða 4 farþegum með í för. Reynsluakstursbílinn var eins og svo vel hentar við íslenskar aðstæður, fjórhjóladrifinn eins og nafnið bendir til, þ.e. xDrive. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra dugleg dísivél, 218 hestöfl sem hentar þessum bíl einkar vel. Hún togar vel á breiðu snúningssviði þó svo upptaka hans við lægsta snúning sé ekki svo áhrifarík. Þegar vélin fær hinsvegar að snúast aðeins meira tekur fjörið við og frábær skipting bílsins skilar aflinu hressilega. Gripi hjólanna er dreift með hátæknivæddu fjórhjóladrifi þar sem mest átak fer til þess hjóls sem mestu nær gripi ogm því er þessi bíll frábær á hálu undirlagi og ætti að vera fær í flestan snjó. Snerpa bílsins með þessa vél er góð en hann er 8,1 sekúndu í hundraðið og ef hann er keyptur án fjórhjóladrifsins er hann léttari og fer sprettinn á 7,9 sekúndum. Bílinn má fá með margskonar vélum og með 3,0 lítra dísilvélinni er hann 5,7 sekúndur í 100 og ennþá háþrýstari slík vél skilar honum þangað á 5,1 sekúndu. Þrjár stærðir bensínvéla eru einnig í boði.Fríður að innan sem utanInnrétting bílsins er í stíl við annað, sérlega falleg og íburðarmikil. Leðursætin eru afar falleg og framsætin alveg til fyrirmyndar til lengri eða styttri ferða. Stýrið er enn eitt sem hrósa þarf í þessum bíl, sportlegt og fer vel í hendi. Auðvelt er að finna bestu akstursstöðu og minni í sætum tryggir að ekki þarf að leita hennar nema einu sinni. Bíllinn er hlaðinn af staðalbúnaði, akstursöryggisbúnaði og munaði þar sem fyrir öllu er hugsað fyrir farþega. Rými fyrir aftursætisfarþega er gott, bæði fóta- og höfuðrými og vel fer um tvo þar og alls ekki illa um þrjá. BMW 5-línuna má fá í fjórum gerðum, það er hefðbundinn „sedan“ bíl, sem langbak, sem GT bíl með halaklipptum afturenda og sem tvinnbíl, þ.e. ActiveHybrid 5. Langbakurinn og GT bílarnir eru með aukið farangursrými og því enn hentugri ferðabílar. Í BMW 5-línunni eru sameinaðir einstakir aksturseiginleikar og sannkallaður lúxus og hvað vilja sannir bílaáhugmenn meira? Ekki sakar svo að eyðsla þessa bíls er eiginlega ekki í samræmi við stærðina, aflið og íburðinn, eða aðeins 5,1 lítri í blönduðum akstri. Fyrir þetta allt saman þarf að sjálfsögðu að borga en BMW 525 xDrive kostar 10.190.000 krónur. Helstu samkeppnisbílar hans eru Audi A6 sem kostar 8.480.000 kr. með 177 hestafla díslvél og 10.300.000 með 204 hestafla dísilvél og Mercedes Benz E-Class með 204 hestafla dísilvél kostar 10.080.000 krónur.Kostir: Aksturseiginleikar, lítil eyðsla, vel smíðaðurÓkostir: Verð, ytra útlit að eldast 2,0 l. dísilvél, 218 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 133 g/km CO2Hröðun: 7,0 sek.Hámarkshraði: 240 km/klstVerð frá: 10.190.000 kr.Umboð: BLLagleg innréttingBaksvipurinn er ekki síðri Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Reynsluakstur - BMW 525 xDrive BMW 5-línan hefur verið í framleiðslu í 41 ár og hefur selst í 6,6 milljónum eintaka. Fimm-línan er næstsöluhæst hjá BMW, á eftir 3-línunni, en framleiðsla hans skilar engu að síður um 50% hagnaðar allra seldra bíla BMW. Núverandi 5-lína er af sjöttu kynslóð en hún kom fyrst á markað árið 2011. Einhvernveginn hefur þessi bíll, sama af hvaða kynslóð, verið einstaklega fallegur og á það sannarlega einnig við nú. Hann er líka af svo réttri stærð og hentar mörgum, frá barnmörgum fjölskyldum til forstjóra. Það á ekki alveg eins vel við BMW 3, sem er eiginlega of smár sem góður ferðabíll og með of skert farþegarými, né BMW 7, sem er hreinræktuð limósína af ríflegri stærðinni. Það er því ekki nema von að þessi bíll seljist eins og heitar lummur um allan heim og sé sá söluhæsti í sínum stærðarflokki lúxusbíla á flestum markaðssvæðum.Uppáhaldið í heimalandinuSá bíll sem nú er í boði er af 2014 árgerð sem hefur fengið örlitla andlitslyftingu, sem ekki hefur þó haft afgerandi áhrif á útlit bílsins. Framendinn hefur breyst hvað mest og þá helst kringum þokuljósin sem umlukin eru nú krómi. Framluktirnar hafa einnig breyst lítillega og útblástursrörin. Bíllinn hefur fengið nettari afturljós sem í sjón gerir hann breiðari og voldugri að aftan. Breytingarnar að innan eru ennþá minni og vart hægt að greina muninn milli kynslóða. Það er ekkert skrítið að BMW 5-línan sé vinsæll bíll, því fyrir utan fallegt útlit hans er hann einstaklega góður akstursbíll. Hann stendur oftast uppi sem sigurvegari í samanburðarprófunum í sínum stærðarflokki og hann hefur verið valinn „Uppáhaldsbíll þjóðverja“ í heimalandi sínu. Þessar staðreyndir segja nær alla söguna, en BMW 5 hefur ávallt verið meðal allra bestu akstursbíla og það sannaðist í reynsluakstrinum.Einstakir aksturseiginleikarAksturseiginleikar þessa bíls verða seint lofaðir um of og akstur þessa bíls er hægt að líkja við að svífa um á silkiskýi. Svo mikið er hægt að leggja á hann við akstur að seint verður farið að mörkum geta hans og mikla dirfsku þarf til þess. Hann svínliggur svo í beygjum að leit er að öðru eins. Samt er þetta vel stór fjölskyldubíll sem ekki er dónalegt að bjóða 4 farþegum með í för. Reynsluakstursbílinn var eins og svo vel hentar við íslenskar aðstæður, fjórhjóladrifinn eins og nafnið bendir til, þ.e. xDrive. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra dugleg dísivél, 218 hestöfl sem hentar þessum bíl einkar vel. Hún togar vel á breiðu snúningssviði þó svo upptaka hans við lægsta snúning sé ekki svo áhrifarík. Þegar vélin fær hinsvegar að snúast aðeins meira tekur fjörið við og frábær skipting bílsins skilar aflinu hressilega. Gripi hjólanna er dreift með hátæknivæddu fjórhjóladrifi þar sem mest átak fer til þess hjóls sem mestu nær gripi ogm því er þessi bíll frábær á hálu undirlagi og ætti að vera fær í flestan snjó. Snerpa bílsins með þessa vél er góð en hann er 8,1 sekúndu í hundraðið og ef hann er keyptur án fjórhjóladrifsins er hann léttari og fer sprettinn á 7,9 sekúndum. Bílinn má fá með margskonar vélum og með 3,0 lítra dísilvélinni er hann 5,7 sekúndur í 100 og ennþá háþrýstari slík vél skilar honum þangað á 5,1 sekúndu. Þrjár stærðir bensínvéla eru einnig í boði.Fríður að innan sem utanInnrétting bílsins er í stíl við annað, sérlega falleg og íburðarmikil. Leðursætin eru afar falleg og framsætin alveg til fyrirmyndar til lengri eða styttri ferða. Stýrið er enn eitt sem hrósa þarf í þessum bíl, sportlegt og fer vel í hendi. Auðvelt er að finna bestu akstursstöðu og minni í sætum tryggir að ekki þarf að leita hennar nema einu sinni. Bíllinn er hlaðinn af staðalbúnaði, akstursöryggisbúnaði og munaði þar sem fyrir öllu er hugsað fyrir farþega. Rými fyrir aftursætisfarþega er gott, bæði fóta- og höfuðrými og vel fer um tvo þar og alls ekki illa um þrjá. BMW 5-línuna má fá í fjórum gerðum, það er hefðbundinn „sedan“ bíl, sem langbak, sem GT bíl með halaklipptum afturenda og sem tvinnbíl, þ.e. ActiveHybrid 5. Langbakurinn og GT bílarnir eru með aukið farangursrými og því enn hentugri ferðabílar. Í BMW 5-línunni eru sameinaðir einstakir aksturseiginleikar og sannkallaður lúxus og hvað vilja sannir bílaáhugmenn meira? Ekki sakar svo að eyðsla þessa bíls er eiginlega ekki í samræmi við stærðina, aflið og íburðinn, eða aðeins 5,1 lítri í blönduðum akstri. Fyrir þetta allt saman þarf að sjálfsögðu að borga en BMW 525 xDrive kostar 10.190.000 krónur. Helstu samkeppnisbílar hans eru Audi A6 sem kostar 8.480.000 kr. með 177 hestafla díslvél og 10.300.000 með 204 hestafla dísilvél og Mercedes Benz E-Class með 204 hestafla dísilvél kostar 10.080.000 krónur.Kostir: Aksturseiginleikar, lítil eyðsla, vel smíðaðurÓkostir: Verð, ytra útlit að eldast 2,0 l. dísilvél, 218 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 133 g/km CO2Hröðun: 7,0 sek.Hámarkshraði: 240 km/klstVerð frá: 10.190.000 kr.Umboð: BLLagleg innréttingBaksvipurinn er ekki síðri
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent