Nýr vetnisbíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 10:15 Nýi vetnisbíll Toyota er straumlínulagaður. Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent
Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent