Kvikmynd Wes Anderson opnar kvikmyndahátíðina í Berlín 5. nóvember 2013 23:00 Wes Anderson AFP/NordicPhotos Nýja kvikmyndin úr smiðju leikstjórans Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, kemur til með að opna kvikmyndahátiðina í Berlín 2014. Aðstandendur hátíðarinnar sögðu í dag að myndin yrði heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni þann sjötta febrúar á næsta ári. Meðal leikara í myndinni eru Ralph Fiennes, Adrien Brody, Jude Law og Edward Norton. Hátíðin í Berlín er fyrsta stóra hátíðin í Evrópu á næsta ári. Forstöðumaður hátíðarinnar í Berlín, Dieter Kosslick, sagði að myndin, sem er gamanmynd, myndi koma áhorfendum í gírinn fyrir það sem koma skal. The Grand Budapest Hotel er um starfsmann í móttöku á evrópsku hóteli sem leikinn verður af Fiennes. Í myndinni er ómetanlegu listaverki stolið og það síðan endurheimt. Kvikmyndahátíðin í Berlín byrjar þann sjötta febrúar og stendur til sextánda sama mánaðar. Wes Anderson hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Royal Tenenbaums, Moonrise Kingdom og The Fantastic Mr. Fox. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu úr The Grand Budapest Hotel: Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýja kvikmyndin úr smiðju leikstjórans Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel, kemur til með að opna kvikmyndahátiðina í Berlín 2014. Aðstandendur hátíðarinnar sögðu í dag að myndin yrði heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni þann sjötta febrúar á næsta ári. Meðal leikara í myndinni eru Ralph Fiennes, Adrien Brody, Jude Law og Edward Norton. Hátíðin í Berlín er fyrsta stóra hátíðin í Evrópu á næsta ári. Forstöðumaður hátíðarinnar í Berlín, Dieter Kosslick, sagði að myndin, sem er gamanmynd, myndi koma áhorfendum í gírinn fyrir það sem koma skal. The Grand Budapest Hotel er um starfsmann í móttöku á evrópsku hóteli sem leikinn verður af Fiennes. Í myndinni er ómetanlegu listaverki stolið og það síðan endurheimt. Kvikmyndahátíðin í Berlín byrjar þann sjötta febrúar og stendur til sextánda sama mánaðar. Wes Anderson hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Royal Tenenbaums, Moonrise Kingdom og The Fantastic Mr. Fox. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu úr The Grand Budapest Hotel:
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira