Ældi á sviðið á tónleikum Ælu Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 18:12 Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eitt af óvenjulegri atvikum Iceland Airwaves í ár átti sér stað á tónleikum Ælu á Gamla Gauknum á laugardagskvöld. Áhorfandi fór upp á svið á miðjum tónleikum og kastaði upp. Liðsmenn Ælu létu atvikið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila. Áhorfandinn var fjarlægður af sviðinu af starfsmönnum staðarins en uppákoman vakti mikla kátínu meðal áhorfenda. „Þetta var bara gjörningur hjá þessum áhorfenda - það mega allir æla á sviðinu okkar,“ segir Sveinn Helgi Halldórsson, bassaleikari Ælu. „Þetta atvik setti skemmtilegan svip á tónleikana og við slógum eiginlega í gegn. Það var mjög fjölmennt og strákarnir í hljómsveitinni Midlake mættu og skemmtu sér mjög vel. Við spiluðum svo aftur á sunnudagskvöldinu og þá var aftur allt fullt.“ Tónleikar Ælu reyndust heldur betur gæfuríkir því sveitin nældi sér umboðsmann á tónleikunum á laugardag. „Ég spurði salinn hvort það væri einhver til í að vera umboðsmaðurinn okkar. Það voru fjórir sem buðu sig fram,“ segir Sveinn Helgi. Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá hér að neðan. Post by Bowen Staines.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira