Náði McLaren P1 ekki tíma Porsche 918 á Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2013 11:15 Porsche 918 í loftköstum á Nürburgring brautinni. on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent