Náði McLaren P1 ekki tíma Porsche 918 á Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2013 11:15 Porsche 918 í loftköstum á Nürburgring brautinni. on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent
on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent